Árni Kristjánsson

Leikstjóri

Árni Kristjánsson

Árni Kristjánsson er á lokaönn af MA-námi í Leikstjórn við Bristol Old Vic Theatre School. 

Árni hefur leikstýrt og verið meðhöfundur að þremur uppfærslum Iðnaðarmannaleikhússins ásamt því að skrifa, leikstýra áhugaleikhópum og starfa sem dagskrárgerðarmaður á Rás 1. 

Árni skrifaði útvarpsverkið Söngur hrafnanna sem Viðar Eggertsson leikstýrði og vann til Grímunnar árið 2014. Árni skrifaði og lék einnig einleikinn Á gólfinu árið 2010 sem frú Vigdís Finnbogadóttir og Sveinn Einarsson framleiddu.

Árni var aðstoðarleikstjóri Sveins Einarssonar í tveimur óperum, Baldursbrá eftir Gunnstein Ólason sem var nýlega frumsýnd og óperutvennunni Cavalleriu Rusticana & Pagliacci í Íslensku Óperunni árið 2008. 

Á undanförnu ári hefur Árni aðstoðarleikstýrt fyrir leikhússtjóra Bristol Old Vic, Tom Morris (Tony verðlaunahafi 2011 fyrir War horse), ásamt því að leikstýra atriði úr Ríkarði III í The Globe og leikstýra nýju bresku verki sem heitir The Human Ear og er eftir Alexöndru Wood.