Heiðdís Hanna Sigurðardóttir

sópran

Heiðdís Hanna

Heiðdís Hanna Sigurðardóttir hóf söngnám 15 ára gömul í Tónlistarskóla Garðabæjar hjá Guðrúnu Jóhönnu Jónsdóttur og útskrifaðist þaðan með framhaldspróf vorið 2011. Eftir það lá leið hennar til Freiburg í Þýskalandi og stundaði hún nám á bakkalársstigi í Tónlistarháskólanum í Freiburg hjá Prof. Angela Nick á árunua 2012-2015. Haustið 2015 skipti hún yfir í Listaháskóla Íslands þar sem Þóra Einarsdóttir og Kristinn Sigmundsson eru aðalkennarar hennar. Heiðdís Hanna kom fram sem einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikunum Ungir einleikarar í janúar síðastliðinn og í mars þreytti hún frumraun sína á óperusviðinu sem Zerlina í óperunni Don Giovanni eftir Mozart í uppfærslu Íslensku Óperunnar. Heiðdís Hanna mun koma fram á tónleikum í tónleikaröðinni Pearls of Icelandic Songs í Hörpu í júní og stefnir á áframhaldandi nám á meistarastigi í Listaháskóla Íslands.