Helgi Rafn Ingvarsson

Tónskáld

Helgi Rafn Ingvarsson

Helgi Rafn Ingvarsson (MMus/MPhil) er sjálfstætt starfandi tónskáld og stjórnandi og fastráðinn tónlistarstjóri Euphonia Opera í London.

Strengjatónlist Helga var flutt í heild sinni í Kaldalóni Hörpu í Sept. 2015 með stuðning frá Styrktarsjóði SUT og RH undir yfirskriftinni Loftkastali (Castle in Air) og gaf Jónas Sen tónlistargagnrýnandi þeim tónleikum fjórar stjörnur í Fréttablaðinu. Hljómplata með sama nafni er í vinnslu, kemur út vor 2016 og verður aðgengileg m.a. á www.helgiingvarsson.com. Jónas lýsir tónlist Helga sem „ævintýraheim þar sem hver einasta tónahending hafði merkingu. [...] Laglínurnar voru einmitt áberandi grípandi, en þó ekki eins og í popplagi. Það var ekkert banalt við tónlistina; allskonar sniðug blæbrigði komu við sögu og frásögnin var spennandi og kom oft á óvart. Tónlist Helga hafði sterk höfundareinkenni. [...] Helga lá mikið á hjarta, og hann fór sínar leiðir að koma meiningu sinni til skila. Ramminn kallaðist á við fortíðina, en andagiftin var alveg einstök.”

Helgi hefur skrifað þrjár kammer-óperur: Évariste (2015) sem var pöntuð af og frumflutt í The Courtauld Gallery í London og síðar á óperu hátíðinni Téte-á-Téte, sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum; BRÁÐ (2013) sem m.a. komst í úrslit Flourish, keppni fyrir nýjar óperur-í-vinnslu haldin af OperaUpClose í London; og Skuggablóm (2007) sem var styrkt af Lista- og Menningarráði Kópavogs og frumflutt af Óperudeild Söngskólans í Reykjavík. Önnur markverð tónverk eftir Helga eru m.a. Loftkastali (Castle in Air) fyrir knéfiðlu, og Andaðu (Breath) fyrir knéfiðlu og hörpu, en bæði verkin hafa hlotið reglulegan flutning víðsvegar á Bretlandseyjum og Íslandi síðastliðin 3 ár.

Um þessar mundir er Helgi að skrifa tvær nýjar kammer-óperur: FótboltaÓpera fyrir Óperudaga í Kópavogi júní 2016 styrkt af Lista- og Menningarráði Kópavogsbæjar; og Musicophilia fyrir Euponia Opera og Drayton Arms Theater í London, frumflutt í Nóvember 2016. Meðal annarra verka í vinnslu má nefna Maybe we skip this one fyrir Jóhann Nardeau trompetleikara og Stórsveit Skólahljómsveitar Kópavogs með styrk frá Tónskáldasjóði RÚV með áætlaðann frumfluttning í Eldborg Hörpu í mars 2017; og nýju verki fyrir Elektra Ensemble fyrir tónleikaárið 2016/17 styrkt af Listamannalaunum.

Sem stjórnandi hefur Helgi leitt Íslenska Kórinn í London í 4 ár3; stjórnað hinum ýmsu vinnustofum, æfingum og tónleikum fyrir nýja tónlist og óperur, eftir sjálfan sig og aðra, í London, Reykjavík og Rye, Sussex; og framundan er uppsetning Euphonia Opera á The Turn of the Screw eftir Benjamin Britten á Rye Arts Festival í September 2016. 

http://www.helgiingvarsson.com/
http://www.euphoniaopera.com/
http://icelandicchoiroflondon.com/

Kemur fram á