Sigríður Hjördís Indriðadóttir

Flautuleikari

Sigríður Hjördís

Sigríður Hjördís Indriðadóttir fæddist þann 7.janúar árið 1992 á Akranesi. Áhugi Sigríðar á þverflautu hófst á unga aldri og hóf hún þverflautunám sitt árið 2002 í Tónlistarskólanum á Akranesi, fyrst hjá Helgu Kvam og síðar hjá Patrycju Szalkowicz.

Um haustið 2009 gekk Sigríður í Tónlistarskóla Reykjavíkur í frekara þverflautunám hjá Hallfríði Ólafsdóttur sem situr í fyrsta sæti flautuleikara Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Sigríður vann einleikarakeppni Tónlistarskólans í Reykjavík árið 2013 og spilaði í kjölfarið Columbine, flautukonsert eftir Þorkel Sigurbjörnsson með strengjasveit skólans.

Haustið 2014 flutti Sigríður til Antwerpen og stundaði þar Bakklárnám í konunglega listaháskólanum í Antwerpen undir handleiðslu Aldo Baertens þar til hún gekk í Listaháskóla Íslands haustið 2015.

Í nóvember 2015 vann Sigríður einleikarakeppni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listaháskóla Íslands þar sem Sigríður spilaði hinn fallega flautu konsert Carls Nielsens sem hún flutti svo jafnframt með Sinfóníuhljómsveit Íslands í janúar 2016.

Sigríður hefur sótt fjölda meistaranámskeiða og einkatíma m.a. hjá Emily Beynon, Peter Verhoyen, Robert Pot, Aldo Baerten, Samuel Coles, Bernharði Wilkinson og Stefáni Ragnari Höskuldssyni.

Sigríður er nú á öðru ári í Bakklárnámi í Listaháskóla Íslands undir dyggri leiðsögn Hallfríðar Ólafsdóttur og Emilíu Rósar Sigfúsdóttur.

Kemur fram á