Um Óperudaga í Kópavogi

Óperudagar í Kópavogi er ný óperuhátíð sem verður haldin dagana 1.- 5. júní 2016 í Kópavogi. Hún er skipulögð af ungu tónlistarfólki, forsprökkum Peru Óperukollektífs, í nánu samstarfi við Kópavogsbæ en markmiðið er að breyta bænum í óperu- og leiksvið í nokkra daga. Gestum og gangandi verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá á ýmsum stöðum þar sem flytjendur og áhorfendur munu eiga í fjörugu samtali við óperuformið. 

Fjöldi ungs listafólks kemur að hátíðinni sem verður sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og mikil áhersla verður lögð á samfélagslega nánd og þátttöku.

Á hátíðinni geta gestir farið í Óperugöngu og Krakkagöngu í hjarta bæjarins; ný íslensk FótboltaÓpera verður frumflutt og tvær stuttar óperuuppfærslur, Selshamurinn og Poppea Remixed, líta dagsins ljós í Leikfélagi Kópavogs. Selshamurinn byggir á samnefndri þjóðsögu en Árni Kristjánsson samdi handritið utan um þekkta óperutónlist. Í Poppea Remixed er gamalli og nýrri tónlist blandað saman á óvenjulegan hátt. 

Þátttakendur heimsækja skóla og hjúkrunarheimili og þau fyrirtæki sem hafa áhuga á að taka þátt. Þá verður boðið upp á kammertónleika í heimahúsum og sex hádegistónleika í Salnum. Að auki verða veglegir lokatónleikar í Salnum þann 5. júní klukkan 20:00. 

Kópavogsbær er aðalbakhjarl hátíðarinnar, með Lista- og menningarráð í broddi fylkingar.

Ókeypis verður inn á alla viðburði nema hádegistónleikana en við mælum eindregið með að áhugasamir tryggi sér miða á viðburði með því að senda tölvupóst á operudagar@operudagar.is ásamt nafni, síma og fjölda miða sem óskað er eftir. Gestum er velkomið að mæta á staðinn án þess að hafa pantað miða en þá er ekki hægt að tryggja að enn séu til lausir miðar. 

Bakhjarlar

Hátíð á borð við Óperudaga í Kópavogi krefst sterkra bakhjarla. Kópavogsbær er aðalstyrktar- og samstarfsaðili hátíðarinnar en auk þess hafa nokkur fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar sýnt kærkominn stuðning í verki. 

Samstarfs- og styrktaraðilar

 • Kópavogsbær
 • PERA ÓPERUKOLLEKTÍF
 • Salurinn  
 • Kópavogskirkja
 • Sundlaug Kópavogs
 • Litla Óperukompaníið
 • Leikfélag Kópavogs
 • Þýska sendiráðið á Íslandi
 • Herramenn Rakarastofa
 • GA Smíðajárn 
 • Útibú Landsbankans í Hamraborg 
 • BYKO

BYKO
Styrktaraðilar á Karolina Fund

 • Melkorka Ólafsdóttir
 • Eyjólfur Haraldsson  
 • Þórhildur Sandholt
 • Berglind Jónsdóttir
 • Salvör Jónsdóttir
 • Sigríður Gunnarsdóttir
 • Ólöf Ingólfsdóttir 
 • Erna Jóhannsdóttir
 • Jón Árnason
 • Regína Hallgrímsdóttir
 • Solla Parker
 • Pétur Ólafsson
 • Ragnheiður Óladóttir
 • Karen Pálsdóttir