Krakkaganga

3. júní kl. 11:50 - 13:00 / 4. júní kl. 13:30 - 14:45 / 5. júní kl. 13:30 - 14:45
Krakkagangan

Krakkaganga er óperuganga fyrir krakka, 12 ára og yngri, og foreldra/forráðamenn. Hún hefst fyrir utan Gerðarsafn en þaðan verður hópurinn leiddur á milli staða í hjarta Kópavogs. Búast má við ýmsum uppákomum þar sem persónur úr óperubókmenntunum koma við sögu. Krakkagangan tekur rétt rúmlega klukkutíma.

Ókeypis er inn á alla viðburði nema hádegistónleikana en vegna takmarkaðs miðaframboðs er mælt með að áhugasamir tryggi sér miða með því að senda tölvupóst á operudagar@operudagar.is ásamt nafni, síma og fjölda miða sem óskað er eftir. 

Öllum er velkomið að mæta á staðinn án þess að hafa pantað miða en þá er ekki hægt að tryggja að enn séu til lausir miðar.