Stofutónleikar með Sólborgu og Elísabetu

4. júní kl. 20:00 - 21:00
Stofutónleikar II

Tvennir stofutónleikar verða haldnir á Óperudögum í Kópavogi í heimahúsi í bænum. Vinsamlegast sendið póst á operudagar@operudagar.is til að tryggja ykkur miða. Takmarkað framboð!

Þær Elísabet Einarsdóttir, sópran og Sólborg Valdimarsdóttir píanóleikari munu bjóða upp á magnað ferðalag heima í stofu í gegnum óperuaríur frá Þýskalandi, Frakklandi og Ítalíu. Aríurnar einkennast af miklum blæbrigðum milli verkanna, bæði söngkonan og píanóleikarinn fá að njóta sín í öllum fjölbreytileikanum.

Ókeypis er inn á alla viðburði nema hádegistónleikana en vegna takmarkaðs miðaframboðs er mælt með að áhugasamir tryggi sér miða með því að senda tölvupóst á operudagar@operudagar.is ásamt nafni, síma og fjölda miða sem óskað er eftir. 

Öllum er velkomið að mæta á staðinn án þess að hafa pantað miða en þá er ekki hægt að tryggja að enn séu til lausir miðar. 

Fram koma

píanóleikari