Íris Björk Gunnarsdóttir

Söngkona

Íris Björk

Íris Björk, sópran, hóf söngnám 21 árs gömul við Söngskóla Sigurðar Demetz. Þar var hún nemandi Valgerðar Guðnadóttur og síðan Sigrúnar Hjálmtýsdóttur/Diddúar. Vorið 2017 kláraði hún framhaldspróf og nemur nú söng við Listaháskóla Íslands undir leiðsögn Þóru Einarsdóttur, Hönnu Dóru Sturludóttur, Kristins Sigmundssonar, Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur og Stuart Skelton.
Í byrjun árs 2018 hreppti Íris Björk fyrsta sæti í Vox Domini, söngkeppni á vegum Félags íslenskra söngkennara. Hún hlaut einnig titilinn ,,Rödd ársins 2018” og hluti af verðlaunum var að halda tónleika í Kaldalóni í Hörpu. Í október 2018 kom Íris Björk fram í óperunni Trouble in Tahiti eftir Leonard Bernstein á Óperudögum.
Haustið 2019 hélt Íris Björk til Stokkhólms þar sem hún stundaði nám við Óperuháskólann í eitt ár og naut leiðsagnar Ulriku Tenstam. Þar söng hún meðal annars í barnasýningu og á nýárstónleikum Konunglegu óperunnar í Stokkhólmi. 

Hún mun útskrifast með bakkalárgráðu frá Listaháskóla Íslands vorið 2021.


Styrktar- og samstarfsaðilar