Cayla Rosché

sópran

Untitled design-4

Sópransöngkonan og tónlistarfræðingurinn Cayla Rosché lauk DMA í söng og kennslufræði frá háskólanum í Wisconsin - Madison. Doktorsverkefni hennar var rannsókn á íslenskri tónlist eftir Jón Leifs. Hún hlaut styrk frá The Foreign Language Area Studies til þess að halda áfram rannsóknum sínum sem gerði henni meðal annars kleift að læra íslensku og gefa út handbók fyrir íslenskt hljóðkerfi og framburð í söng. Árið 2021 fékk hún einnig styrk frá The American-Scandinavian Foundation til þess að kenna, halda fyrirlestra og vinna að rannsóknum sínum í Reykjavík. Í maí 2021 hélt Dr. Rosché röð fyrirlestra um íslenska söngtónlist og  á ráðstefnu Society for the Advancement of Scandinavian Studies og íslenskt hljóðkerfi og framburð í söng á hátíðinni Sam Houston Art Song Festival. Um þessar mundir sinnir hún rannsóknum á íslenskri söngtónlist og kennir hljóðfræði við Listaháskóla Íslands á vegum Fullbright samtakanna (fyrir fræðimenn?). Cayla er söngkennari við Edgewood háskóla og Rosche Music Studio, ásamt því að vera starfandi söngkona í Madison, Wisconsin.

Á ferli sínum hefur Caylu meðal annars flutt óperu- og óratoríuhlutverk á borð við Fiodiligi í Così fan tutte, Anne Sexton í Transformations, Mrs. Grose í Turn of the Screw, Lady Billows í Albert Herring og einsöngshlutverk í The War Requiem, Messíasi og C-moll messu Beethovens. Hún kom meðal annars fram á tónleikum með sinfóníuhljómsveit UW-Madison eftir að hafa sigrað hina árlegu tónlistarkeppni Concerto Competition. Með hljómsveitinni flutti hún Frühling og Beim Schlafenehen úr Vier letzte Lieder eftir Strauss. Þá söng hún hlutverk Anne Sexton á fyrstu upptöku verksins  Transformations eftir Conrad Sousa.

Styrktar- og samstarfsaðilar