María Markan - Lectures
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnesi · 01/11/22 at 8:00 PM
25. október
Dagskrá um Maríu Markan sópransöngkonu, skipt niður á tvö kvöld. Á fyrra kvöldinu verður, auk Maríu, fjallað um þrjú systkini hennar, sem öll voru mjög þekktir söngvarar á sinni tíð. Elísabet var elst þeirra, 8 árum eldri en María. Hún samdi lög, tók þátt í fjölmörgum merkum tónlistarviðburðum og söng oft í útvarp. Einar stundaði söngnám í Noregi og Þýskalandi og söng inn á fjölmargar hljómplötur. Hann samdi hátt í 50 lög. Eitt þeirra, Fyrir átta árum, hefur notið mikilla vinsælda. Sigurður söng einnig á hljómplötur og í útvarp. Einar gaf út ljóðabækur og hélt myndlistarsýningar. Dagskrárgerð er í höndum Trausta Jónssonar og Hreins Valdimarssonar.
1.nóvember
Síðari hluti dagskrár um Maríu Markan sópransöngkonu. Hún fæddist í Ólafsvík 1905, nam söng í Þýskalandi og starfaði þar fram að heimsstyrjöld og var þar þekkt og virt. Eftir það hélt hún til Vesturheims og starfaði meðal annars við Metropolitan óperuna í New York-borg, fyrst Íslendinga. Eftir hana liggja fjölmargar upptökur, bæði útgefnar á plötum og í fórum Ríkisútvarpsins. Fjallað verður um atvinnuferil söngkonunnar hérlendis og erlendis og leiknar upptökur með söng hennar.