Örn Ýmir Arason
Bass-Baritone

Örn Ýmir Arason hóf nám á kontrabassa ungur að aldri og hefur sungið í kórum frá 7 ára aldri. Örn nam tónsmíðar við Listaháskóla Íslands hjá þeim Tryggva M. Baldvinssyni og Úlfari Haraldssyni og útskrifaðist þaðan vorið 2014. Einnig var hann þar í söngnámi hjá Elísabetu Erlingsdóttur. Örn hefur samið verk fyrir ýmsa dansara, kóra, kammerhópa og leiksýningar. Í dag starfar hann jafnt við söngstörf, tónsmíðar og hljóðfæraleik og er búsettur í Reykjavík.