Guðmundur Steinn Gunnarsson

Composer

IMG_3396-scaled

Guðmundur Steinn Gunnarsson hefur fundið sig knúinn til að þróa með sér nótnaskrift á tölvuskjá til þess að koma hrynmáli sínu og öðrum ætlunum skýrt til flytjenda. Tónlist hans notast oft við nýja hljóðgjafa í bland við gamla en einnig fornar tónstillingar. Hann hefur skrifað yfir 250 tónverk, sem hafa heyrst í 25 löndum í 4 heimsálfum og á 25 hljóðritum. Þau hafa verið leikin af m.a. BBC Scottish Symphony, notabu.ensemble, l'Arsenale, Defun, Adapter, Aksiom, Crush, Mimiatbu, Ligeti Quartet, Caput og Sinfóníuhljómsveit Íslands og heyrst á alþjóðlegum hátíðum á borð við MATA, Transit, Transart, November Music, Musikin Aika, aDevantgarde, Musik 21, Tenor, Ultima og á útvarpsstöðvunum BBC3, WDR3, SWR2, Deutschlandfunk, Resonance FM, WFMU og WNYU. Hann hefur verið iðinn við kolann í íslensku tónlistarlífi m.a. með S.L.Á.T.U.R., tónleikaröðinni Jaðaraber, Fengjastrút og Traktornum. Hann hefur haldið fyrirlestra um verk sín í Princeton, Cornell, Huddersfield og Glasgow háskólum, auk þess sem hann var Keynote fyrirlesari á ISSTC í Maynooth háskóla 2014. Guðmundur nam tónsmíðar við Listaháskóla Íslands og Mills College í Bandaríkjunum.

Sponsors and partners