Ingibjörg Fríða Helgadóttir
Soprano

Ingibjörg Fríða Helgadóttir er söngkona með fjölbreyttan bakgrunn og hefur lokið bæði klassísku og rytmísku söngnámi hér á landi. Þar að auki hefur hún lokið B.A. prófi í skapandi tónlistarmiðlun frá Listaháskóla Íslands og hluta úr náminu stundaði hún í Sibeliusarakademíunni í Helsinki. Síðustu ár hefur hún starfað sem söngkona, sungið í kórum og kammerhópum, jazz- og popphljómsveitum, sem söng- og tónlistarkennari, við dagskrárgerð á RÚV og leitt skapandi tónlistarvinnusmiðjur fyrir börn og fullorðna.