Þórunn Elísabet Sveinsdóttir

myndlistarkona, búningahönnuður og sýningarstjóri

IMG_0671

Þórunn Elísabet stundaði myndlistarnám við Myndlistar- og handíðaskóla Íslands og hélt sína fyrstu einkasýningu í Nýlistasafninu 1982.

Jafnframt því að stunda eigin myndlist, halda einkasýningar og taka þátt í samsýningum, hefur Þórunn Elísabet unnið við hönnun búninga og sviðsmynda fyrir leikhús og kvikmyndir. Hún hefur sex sinnum verið tilnefnd til Grímuverðlauna fyrir búningahönnun og þrisvar hlotið Grímuna 1) Fyrir búninga í Rómeó og Júlíu, sýningu Vesturports; 2) Fyrir búninga í söngleiknum Leg í sviðsetningu Þjóðleikhússins; 3) Fyrir búninga í Sjö ævintýri um skömm í sviðsetningu Þjóðleikhússins.

Þórunn Elísabet hef einnig tekið að sér sýningarstjórnun m.a. fyrir Þjóðminjasafnið, Árbæjarsafnið, Gljúfrastein, Safnasafnið og Menningarmiðstöðina Gerðuberg en þar var henni haldið Sjónþing árið 2001, þar sem farið var yfir fjölbreyttan feril hennar.

Þó Þórunn Elísabet hafi stundað formlegt myndlistarnám í kringum 1980 má segja að mótunartími hennar sé mun lengri og hefjist strax á unglingsárum þar sem sköpunarkraftur og einstök lífssýn hafa ætíð fundið sér farveg í listsköpun. Tilfinning og efnismeðferð í myndsköpun Þórunnar hefur lengst af verið nátengd ástríðu hennar fyrir búningum og textíl.

Áhugi Þórunnar Elísabetar og ást á íslenskri þjóðmenningu hefur alltaf verið mikill áhrifavaldur í verkum hennar.