CIRCLE - Sci-Fi kammerópera Finns Karlssonar

Norðurljós · sun 27. okt kl. 19:30
Tjarnarbíó · þri 29. okt
Circle presse billeder

Miðasala

Geimskip nokkurt stefnir hraðbyri út í geim. Innanborðs er ofurhetja sem flýgur í gegnum alheiminn að plánetu þar sem vélmenni og geimverur búa. Samfélag sem leitt er af sjarmerandi leiðtoga fylgir eftir og ferðast um heiminn í leit að nýrri plánetu og nýju lífi. Meðan á sýningunni stendur, hreyfast tónlistarmennirnir í takt við klassískar sci-fi kvikmyndir og theramínhljóm.

Þessi stutta kammerópera er barnvæn og tekur um 25 mínútur í flutningi. Hún er eftir Finn Karlsson.

Eftir flutninginn verður stutt listamannaspjall við Finn Karlsson þar sem við röbbum saman um líf hans og list.

Verkefnið er styrkt af Statens Kunstfond, Art Music Denmark. Sýningin á Íslandi er auk þess styrkt af Sviðslistarsjóði og Óperudögum.

Þátttakendur

tónskáld
kvartett

Styrktar- og samstarfsaðilar