Um Óperudaga

Almennt um hátíðina

Óperudagar er hátíð og vettvangur klassískra söngvara og þeirra samstarfsfólks sem vilja í sameiningu og samstarfi efla og styrkja óperu-, söng- og tónlistarleikhússenuna á Íslandi.

Markmiðið með hátíðinni er að standa fyrir vönduðum og fjölbreyttum viðburðum á venjulegum og óvenjulegum stöðum; stuðla að nýsköpun og tilraunum, efla starfsgrundvöll söngvara og þeirra samstarfsfólks; kalla eftir innlendu og alþjóðlegu samstarfi og taka vel á móti nýjum og gömlum áhorfendahópum. Lögð er áhersla á samstarf, samvinnu og samfélagslegan fókus. Óperudagar er ekki aðeins óperuhátíð heldur hátíð allra greina klassískrar sönglistar enda syngja klassískir söngvarar jú alls konar tónlist.

Óperudagar er ein af Borgarhátíðum Reykjavíkurborgar frá 2023-2025

Hátíðarteymi 2024

Guja Sandholt

Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir

Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson

Lilja D. Schram Magnúsdóttir

Bryndís Guðjónsdóttir

Árni Ólafur Jónsson

Hönnun og útlit

Dúna August, grafísk hönnun og útlit hátíðar

Jón Ingi Stefánsson, vefsíðuhönnun

Styrktar- og samstarfsaðilar