Ilm- & ómleikar / Þá birtist sjálfið

Norðurljós, Harpa · lau 2. nóv kl. 21:00
Heida óperudagar 2024-1

Miðasala fyrir staka miða

Dagpassi fyrir 2. nóvember

Verk eftir Þórönnu Björnsdóttur

Tónverkin "Ilm- & ómleikar/Þá birtist sjálfið" voru samin af Þórönnu Björnsdóttur sérstaklega fyrir Heiðu Árnadóttur og Tinnu Þorsteinsdóttur.  Verkin voru frumflutt á Myrkum Músíkdögum árin 2020 og 2022. Nú eru þær búnar að taka verkin upp og tónleikarnir á Óperudögum eru útgáfutónleikar.

Ilm- & ómleikar (2022)

Verk fyrir rödd, hljómborðshljóðfæri, hljóð og rafhljóð eftir Þórönnu Dögg Björnsdóttur

Flutt af Heiðu Árnadóttur, Tinnu Þorsteinsdóttur og Þórönnu Dögg Björnsdóttur

Vinnuferli verksins fólst í að nota fimm mismunandi lyktir til að örva lyktarskynið, hleypa af stað hughrifum og skapa lyktar-hljóðræna samþættingu. Þannig sömdum við tengingar við tónmál út frá því rými sem lyktirnar leystu úr læðingi og þeim tilfinningum sem sprutta fram við það að lykta; finna lykt af heiminum og hlusta á hvað hann hefur að segja. Það eru djúp og dularfull tengsl milli hreyfinga himintungla, umhverfisþátta, arómatískra sameinda sem plönturnar hafa skapað og andrúmsloftsins sem við öndum að okkur, tengsl er skapa andblæ, lifandi myndir og minningar. Líkt og hljóð, er lykt í eðli sínu óáþreifanleg en hreyfir við okkur hið innra, hefur áhrif á hvernig við skynjun tíma og örvar ofgnótt tilfinninga - gleði, bjartsýni, æðruleysi, löngun, ást; getur róað ótta, ólgu og kvíða. Í samvinnu við Heiðu og Tinnu rannsakaði ég sameiginlega snertifleti, myndir og minningar er tengjast lyktunum og gerði tilraunir í tónlistarspuna út frá þeim sem mótaði form verksins.

Þá birtist sjálfið (2020)

Verk fyrir rödd, raddspuna og rafhljóð eftir Þórönnu Dögg Björnsdóttur

Flutt af HeiðurÁrnadóttur og Þórönnu Dögg Björnsdóttur

Ljóð: Sonja Winckelmann Thomsen

„Það verður ekki mikið uppnám yfir því í heiminum þótt týni maður sjálfum sér; því að sjálfið er það sem minnst er spurt um í heiminum og er það sem hættulegast er að sýna að maður hafi. Hin mesta hætta, það að glata sjálfum sér, getur gerst í heiminum svo hljótt sem ekkert væri. Ekkert annað tjón getur farið jafn hljótt; öllu öðru sem við glötum, svo sem handlegg, fæti, fimm dölum, eiginkonu osfrv. tekur maður þó eftir.“ -Søren Kierke​gaard, Sygdommen til døden, þýð.Vilhjálmur Árnason.

Þátttakendur

píanóleikari
tónskáld og flytjandi

Styrktar- og samstarfsaðilar