LOL - Laughing Out Lonely

· mið 22. okt
· fim 23. okt
LOL

LOL er áhrifamikil ný ópera eftir tónskáldin Matilde Böcher og Asger Kudahl þar sem hinn andlitslausi heimur netsins fær rödd. Verkið dregur upp átakanlega mynd af nútímalegum einmanaleika og áhorfendur upplifa sig stadda í hjarta hinnar stafrænu menningar.

Í stórbrotnum flutningi kontratenórsins Morten Grove Frandsen birtast ótal raddir jaðarsettra einstaklinga – frá ungu stúlkunni sem skaðar sjálfa sig til drengs sem dreymir um að verða fórnað. Áhorfendur eru leiddir inn í dimmustu afkima netsins þar sem ólíkir hópar, oft útskúfaðir, mynda undarleg og ósamræmanleg samfélög.

Textinn byggir á raunverulegum skrifum ungs fólks af samfélagsmiðlum en sviðinu er breytt í eins konar bergmálshelli þar sem áhorfendur verða hluti af verkinu. LOL talar beint inn í samtímann og á erindi við fólk á öllum aldri.

Verkið var frumsýnt í maí 2023 í samstarfi við SPOR-hátíðina, Aalborg óperuhátíðina og Copenhagen Opera Festival. Morten Grove Frandsen hlaut tilnefningu til Reumert-verðlauna 2024 fyrir frammistöðu sína.

Styrktar- og samstarfsaðilar