Viðburður Óperudagar 2025
Eitthvað um skýin

Tilfinningar eru svolítið eins og skýin, sem koma og fara. Í sóló-sýningu sinni veltir danshöfundurinn, söngvarinn og dansarinn Ólöf Ingólfsdóttir þeim fyrir sér frá ýmsum hliðum í samspili söngs og hreyfingar. Mismunandi tímabil sögunnar mætast í samtali barokk aría og samtímadans, þar sem tilfinningarnar flæða tímalausar í fjölbreytni sinni; stundum glaðlegar, stundum mildar, stundum örar, stundum upphafnar. Smám saman afhjúpar „Eitthvað um skýin“ leit að friðsælum kjarna, mitt í flækjum tilverunnar, fjarri beiskum skuggaskýjum heimsins.
Heimsfrumsýning á Festival Quartiers Danses, Montreal, Canada, 2024
Íslandsfrumsýning á Reykjavik Dance Festival, Reykjavik, Iceland, 2024
Þátttakendur:
Danshöfundur og flytjandi: Ólöf Ingólfsdóttir
Dramatúrg: Thomas Schaupp
Leikmynd og búningur: Bryndís Ósk Þ Ingvarsdóttir
Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson
Hljóð: Kristín Waage
Upptökur og hljóðvinnsla: Hallur Ingólfsson
Hljóðfæraleikur í upptöku: Júlíana Elín Kjartansdóttir, fiðla, Rósa Hrund Guðmundsdóttir, fiðla, Sesselja Halldórsdóttir, víóla og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, selló