Viðburður Óperudagar 2025
Með vaxandi styrk
Salurinn, Kópavogi · mið 22. okt kl. 12:15

Einar Stefánsson, bass-barítón er einn af okkar ungu og upprennandi söngvurum sem er um þessar mundir að kveða sér hljóðs í söngheiminum hér heima og erlendis með vaxandi styrk. Hann kemur fram á hádegistónleikum í Salnum í Kópavogi ásamt Evu Þyri Hilmarsdóttur píanóleikara og flytja þau fjölbreytta efnisskrá fyrir gesti og gangandi. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.