Viðburður Óperudagar 2025
Málþing
Norræna húsið · fös 24. okt kl. 15:30

Innlendu og erlendu fagfólki innan klassísku söngsenunnar er boðið til málþings í Norræna húsinu þann 24. október þar sem við ræðum um grasrótina í söngsenunni, mikilvægi hennar og hlutverk í samhengi við stofnanir eins og óperuhús og önnur sviðslistahús. Við deilum reynslu okkar úr faginu og heyrum frá erlendum kollegum okkar og þeirra senu. Auk þess veltum við fyrir okkar hvort íslenska grasrótin komi til með að breytast í kjölfar stofnun nýrrar þjóðaróperu og hvernig þær, þjóðaróperan og grasrótin, geti stutt hvor við aðra í breyttu starfsumhverfi.