Viðburður Óperudagar 2025

Óperustofan

Norðurljós, Harpa · fös 24. okt kl. 21:00
ÓPERU (800 x 600 px) (1920 x 1080 px) (900 x 700 px) (850 x 650 px)

Óperustofan hitar upp fyrir lokahelgi hátíðarinnar og landslið íslenskra óperusöngvara mætir liði norrænna óperusöngvara í æsispennandi óperukeppni í Norðurljósum í Hörpu, einum mikilvægasta velli klassískra tónlistarmanna á Íslandi og þó víðar væri leitað. Hinn eini sanni Kolbeinn Tumi, fréttafrömuður, ástríðuíþróttafréttamaður og sérlegur aðdáandi klassískrar tónlistar rýnir í og lýsir frammistöðu keppenda, tekur þá tali og honum til halds og trausts verður fríður flokkur reyndra óperusérfræðinga.

Áhorfendur taka virkan þátt í að ráða niðurstöðum keppninnar og eru hvattir til að hvetja keppendur áfram með nær öllum tiltækum ráðum. Að sjálfsögðu verður gestum heimilit að neyta hugvíkkandi gleðidrykkja meðan á keppni stendur.

Aðstandendur Óperudaga auglýsa nú eftir 4-5 íslenskum óperusöngvurum og 4-5 norrænum óperusöngvurum til að manna liðin en tilkynnt verður um byrjunarliðin á þessari síðu á næstu misserum.

Missið ekki af nýjustu vendingum í óperuíþróttinni og styðjið ykkar lið til sigurs á Norðurljósavelli allra landsmanna.

Miðasala fer fram á Tix.is en félagsmenn Klassís, fagfélags klassískra söngvara fá ókeypis aðgang.

Miðasala

Finna miða