Viðburður Óperudagar 2025
Umræðutónleikar - rætur

Hverjar eru rætur þínar? Hverjar eru rætur okkar? Hverjar eru rætur þeirra? Hverjar eru rætur tónlistarinnar? Hvað þýða þær? Hvað gerist þegar rætur eru rifnar upp? Og hvernig er að skjóta nýjum rótum á nýjum stað?
Umræðutónleikarnir eru hjarta hátíðarinnar. Þar setjum við þema hátíðarinnar í forgrunn og skoðum það í samtali við tónlist, fólk og málefni líðandi stundar.
Á þessum tónleikum fáum við til okkar gesti sem eiga rætur að rekja til ólíkra landa og menningarheima. Þau deila með okkur sögum sínum – um ferðalög, breytingar og það að finna nýjan samastað á Íslandi. Á milli samtalanna verður tónlistin ráðandi: klassíski söngverk sem spegla tilfinningar tengdar flutningi, umbreytingum og sjálfsmynd.
Þannig fléttast sögur og söngur saman og skapa rými þar sem reynsla og tónlist mætast – og sýna okkur hve djúpt ræturnar móta það hver við erum.
Upplýsingar um staðsetningu og þátttakendur birtast hér innan skamms