Viðburður Óperudagar 2025

Þar lá mín leið

Sigurjónssafn · mið 15. okt kl. 20:00
þar lá mín leið

Þar lá mín leið er nýr söngleikur sem Steinunn María Þormar söngkona og Ólína Ákadóttir píanóleikari settu saman úr verkum Jórunnar Viðar. Söngleikurinn fjallar um unga konu að nafni Hulda (Steinunn María) sem fetar sig á braut ástarinnar og ræktar sambönd við sig og aðra. Hún leitar oft ráða hjá systur sinni Hólmfríði (Ólína) og saman takast þær á við mál líðandi stunda.

Fyrir flutning söngleiksins mun Ólína leika píanóverkið Hugleiðingar við fimm gamlar stemmur eftir Jórunni Viðar ásamt kveðskap.

Verk Jórunnar Viðar eru fjölbreytt, skemmtileg og þjóðleg, sum létt og leikandi en önnur tilfinningaþrungin og djúp. Söngleikurinn býður upp á ferska túlkun á verkum hennar og setur þau í nýtt samhengi.

Söngleikurinn varð til sumarið 2025 þegar Steinunn María Þormar söngkona og Ólína Ákadóttir píanóleikari unnu í Skapandi sumarstörfum í Kópavogi. Söngleikurinn var frumfluttur í Salnum í Kópavogi 23. júlí. Síðan þá hefur hann verið fluttur í Jónshúsi í Kaupmannahöfn og er núna fluttur á Sigurjónssafni sem hluti af Óperudögum 2025.

Miðaverð: 4.900 kr.
Nemendur og öryrkjar: 2.000 kr.

Þátttakendur

Píanóleikari