Ármann Helgason

Bassaklarinett

Ármann

Ármann Helgason klarinettuleikari hefur átt fjölbreyttan feril sem einleikari, kammermúsíkant og hljómsveitarspilari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslensku Óperunni, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, kammerhópnum Camerarctica og ýmsum öðrum hópum, m.a. Caput, Hnúkaþey og færeyska kammerhópnum Aldubáran. Ármann stundaði nám í klarinettuleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og í London og París og hefur hann oftsinnis hlotið starfslaun listamanna til þess að sinna ýmsum tónlistarverkefnum. Ármann sinnir einnig uppeldislegum skyldum og er deildarstjóri blásaradeildar við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar þar sem hann stýrir einnig Sinfóníuhljómsveit skólans.

Styrktar- og samstarfsaðilar