Agnes Thorsteins
Söngkona
Agnes Thorsteins, mezzó-sópran, útskrifaðist með burtfararpróf í söng og píanó vorið 2009 frá Tónlistarskóla Garðabæjar. Hét leið hennar til Vínar þar sem hún útskrifaðist með láði vorið 2016 og hóf þar Masternám en tók sér námspásu þegar hún fékk samning við Óperuhúsin Krefeld og Mönchengladbach. Agnes starfaði við Óperustudio Niederrhein frá 2016-2018 og hefur m.a. sungið eftirfarandi hlutverk á óperusviði: Orfeo úr Orfeo og Evridís eftir C.W.v. Gluck, Hans úr Hans og Grétu eftir E. Humperdinck, Carmen úr samnefndri óperu eftir G. Bizet, Marcellinu og Cherubino í Brúðkaupi Fígarós eftir W.A. Mozart, Sesto úr La clemenza di Tito eftir W.A. Mozart og Lolu úr Cavalleria Rusticana eftir Mascagni o.s.frv. Hún var einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit Íslands haustið 2016. Meðal viðurkenninga og styrkja eru Grand Prix verðlaun í þriðju alþjóðlegu tónlistarkeppninni í Limassol, Kýpur 2015, styrkur úr Söngmenntasjóði Marinó Péturssonar, styrkur frá Menningaráði Kópavogs sem Framúrskarandi nemandi Kópavogs árið 2010 sem og Bayreuth-styrkurinn frá Wagnerfélagi Íslands 2018. Agnes tók þátt í heimsfrægu keppninni Hans Gabor Belvedere Competition 2018 og komst ásamt 62 öðrum í undanúrslit úr 1123 manna hóp frá öllum heiminum.