Anna Margrét Ólafsdóttir
Leikstjóri

Anna Margrét Ólafsdóttir (f.1992) er myndlistar -og sviðslistarkona búsett í Reykjavík. Hún lauk bakkalárgráðu frá Myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2019 og MFA gráðu í Sviðslistum frá Sviðslistadeild Listaháskóla Íslands haustið 2022. Anna Margrét hefur meðal annars sýnt verk sín á Sequences Art Festival, LungA Listahátíð, Christianshavns Beboerhus í Kaupmannahöfn, HilbertRaum í Berlín, Skaftfelli Seyðisfirði og í Borgarleikhúsinu.