Auður Guðjohnsen
tónskáld og söngkona

Auður Guðjohnsen er söngkona, söngkennari, tónskáld og barnakórstjóri. Hún hefur lokið söngkennaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík, framhaldsprófi í söng frá The Royal Conservatoire of Scotland og M.Ed. gráðu í listkennslu frá LHÍ. Auður hefur sungið með virtum kammerkórum á borð við Barbörukórinn, Schola Cantorum, Sönghóp Fríkirkjunnar og Cantoque Ensemble. Auður hefur samið yfir fjörutíu kórverk og tuttugu sönglög fyrir börn, útsett tónlist fyrir kvenna- og karlakóra sem og blandaða kóra. Vorið 2019 gaf hún út söngbók fyrir börn, Tónlistin er þín þar sem allir textar og lög eru úr smiðju hennar. Bókina má finna á vefsíðunni tonafondur.com. Fjölmargir kórar hafa flutt verk Auðar og má finna allar upplýsingar um þau á audurgudjohnsenmusic.com.