Berglind María Tómasdóttir
Flautuleikari

Berglind María Tómasdóttir er flautuleikari og tónskáld sem vinnur þvert á miðla. Í verkum sínum kannar hún ímyndir, erkitýpur og tónlist sem félagslegt fyrirbæri. Sem flautuleikari hefur Berglind komið fram víðs vegar um heim og leikið inn á fjölda hljóðrita, meðal annars sem einleikari ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Vladimir Ashkenazy. Plata hennar Ethereality var valin plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2022. Verk Berglindar hafa verið pöntuð og flutt á vegum Flautusamtaka Bandaríkjanna, Norrænna músíkdaga, Sequences, Myrkra músíkdaga og Listahátíðar í Reykjavík. Berglind stundaði nám í flautuleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og Konunglega danska konservatoríið í Kaupmannahöfn og lauk doktorsprófi frá Kaliforníuháskóla í San Diego árið 2013. Berglind er prófessor við Listaháskóla Íslands.
Mynd: Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir