Bjarni Guðmundsson
Tenór

Bjarni Guðmundsson (tenór) fæddist í Reykjavík en ólst upp á Suðurlandsundirlendinu. Hann hóf tónlistarnám í Söngskólanum í Reykjavík og í Tónlistarskóla Reykjavíkur en lauk svo við Bakkalárgráðu árið 2015 við Hogeschool voor de Kunsten í Utrecht í Hollandi þar sem hans aðalkennari var Jón Þorsteinsson. Í Hollandi stofnaði Bjarni, ásamt samnemendum sínum, hópinn Olga Vocal Ensemble. Einnig kom hann fram sem einsöngvari og tók þátt í hinum ýmsu verkefnum. Í dag er hann meðlimur í írsk/íslenska hópnum M'ANAM sem tónskáldið Micheal McGlynn leiðir.