Dísella Lárusdóttir

Söngkona

dísella.jpg

Dísella Lárusdóttir þreytti frumraun sína hjá Metropolitan óperunni í New York í mars 2013 en síðan þá hefur hún starfað ár hvert við húsið og sungið í tíu öðrum óperuuppfærslum á þessu merka sviði.  Þess má geta að þrjár af uppfærslunum sem hún söng í, Francesca da Rimini e. Riccardo Zandonai,  Rusalka e. Antonin Dvorák og Marnie e. Nico Muhly voru sýndar í beinni útsendingu um allan heim í svokallaðri HD Live sýningu.  Dísella hefur víða komið fram sem einsöngvari, meðal annars í Carnegie Hall í New York, Disney Hall í Los Angeles ásamt fjölda tónlistarhátíða í Bandaríkjunum. Dísella mun stíga á svið Metropolitan óperunnar  aftur á næsta ári í óperunni Akhnaten e. Philip Glass. Dísella þreytti einnig nýverið frumraun sína á sviði í Evrópu (utan Íslands) þegar hún fór með hlutverk Lulu í samnefndri óperu eftir Alban Berg í óperunni í Róm á Ítalíu.

Styrktar- og samstarfsaðilar