Einar Bjartur Egilsson
Píanóleikari

Einar Bjartur Egilsson hóf píanónám 7 ára í Tónlistarskólanum í Reykjahlíð við Mývatn. Síðar fluttist hann til Reykjavíkur og stundaði nám í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og Listaháskóla Íslands. Hann útskrifaðist þaðan vorið 2013 og lék meðal annars einleik í píanókonsert F. Poulencs með Sinfóníuhljómsveit Íslands það ár. Frá 2013 - 2015 stundaði Einar svo meistaranám í Tónlistarháskólanum í Maastricht, Hollandi.
Einar hefur starfað með ýmsu tónlistarfólki bæði í Hollandi og á Íslandi. Hann hefur einnig samið tónlist fyrir stuttmyndir og gefið út tvær hljómplötur með eigin tónlist - plötuna Heimkoma árið 2015 og Kyrrð árið 2022. Núverið starfar Einar aðallega sem meðleikari með ýmsum tónlistarmönnum, nemendum og kórum. Hann spilar reglulega á tónleikum og sýningum ásamt því að spila einleiksverk annað slagið. Nýlega gaf hann út tvær hljómplötur með píanóverkum eftir svissneska tónskáldið Frank Baumann. Framundan hjá honum í haust er svo meðal annars sýningin Jólin á suðupunkti í Þjóðleikhúsinu.