Frank Hammarin
Hornleikari

Frank Hammarin hornleikari er upprunalega frá Kaliforníu. Hann útskrifaðist með bakkalárgráðu frá DePaul University í Chicago þar sem hann lærði hjá Jon Boen, Oto Carrillo og Jim Smelser. Árið 2015 hlaut hann meistaragráðu frá The Peabody Institute í Baltimore. Kennari hans þar var Denise Tryon. Frank er fastráðinn hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og hefur spilað með hljómsveitinni síðan 2016. Samhliða starfinu hefur hann starfað sem kennari sem og spilað kammertónlist á alþjóðlegum vettvangi. Frank ver frístundum sínum í sundlaug Vesturbæjar og í eldhúsinu heima.