Guðmundur Óli Gunnarsson

hljómsveitarstjóri

Guðmundur Óli Gunnarsson

Guðmundur Óli Gunnarsson er hljómsveitarstjóri, tónlistarkennari og kórstjóri með áratugalangan feril í íslensku tónlistarlífi. Hann lauk námi í hljómsveitarstjórn í Utrecht í Hollandi og stundaði framhaldsnám hjá Jorma Panula í Helsinki. Hann var aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Norður­lands í 24 ár og hefur stjórnað Sinfóníu­hljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur, Sinfóníuhljómsveit Austur­lands og samtímatónlistarhópnum Caput. Guðmundur Óli var tónlistarstjóri Íslensku óperunnar og er stofnandi og stjórnandi Sinfóníuhljóm­sveitar Suðurlands. Hann hefur verið stjórnandi Kammerkórs Norðurlands frá stofnun hans og er afkastamikill í kórastarfi, kennslu og tónlistar­stjórn. Guðmundur hefur frumflutt fjölda nýrra íslenskra verka, bæði með kórum og ­hljómsveitum.