Gunnsteinn Ólafsson
hljómsveitarstjóri

Gunnsteinn Ólafsson er stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins og Hákskólakórsins. Hann stundaði fiðlunám við Tónlistarskóla Kópavogs, síðar Tónlistarskólann í Reykjavík og stjórnaði Kór Menntaskólans í Kópavogi samhliða námi þar. Hann nam tónsmíðar hjá Jóni Ásgeirssyni og stundaði síðan framhaldsnám í tónsmíðum í fjögur ár við Franz Liszt-tónlistarakademíuna í Búdapest og önnur fjögur ár í hljómsveitarstjórn og tónfræði við Tónlistarháskólann í Freiburg í Þýskalandi. Gunnsteinn starfar jöfnum höndum sem kór- og hljómsveitarstjóri, tónlistarkennari og tónskáld. Ævintýraópera hans og Böðvars Guðmundssonar, Baldursbrá, var frumsýnd í Hörpu haustið 2015. Þá hefur Gunnsteinn safnað íslenskum þjóðlögum fyrir Þjóðlagasetrið á Siglufirði og er listrænn stjórnandi Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði.