Ingunn Lára Kristjánsdóttir
Leikstjóri og textahöfundur

Ingunn Lára Kristjánsdóttir er textahöfundur og leikstjóri Kornsins, nýrrar kammeróperu með tónlist eftir Birgit Djupedal. Hún skrifaði og leikstýrði #bergmálsklefanum, twitter óperunni sem var frumsýnd í Tjarnarbíói í maí á þessu ári. Verkið túraði um Bretland og endaði á óperuhátíðinni Tete-a-tete í London. Hún er meðlimur í Rithöfundasambandi Íslands og vann nýlega fellowship fyrir vikulanga vinnustofudvöl hjá ritlistar-stofnuninni á Martha's Vineyard, Massachusetts. Ingunn er með BA gráðu í Amerískri leikhúsfræði frá Rose Bruford háskólanum í London og er á lokaári sínu í meistaranámi í ritlist við Háskóla Íslands. Leikgagnrýnendur hafa lýst verkum Ingunnar sem „Ótrúlega áhrifaríkt... og fallega skrifað." (Canal Street News) og „hrífandi og ljóðrænt" (Matthew Cleverly reviews).