Katie Buckley

hörpuleikari

katie

Katie Buckley hóf hörpunám átta ára að aldri í Atlanta í Georíu-ríki. Áframhaldandi nám stundaði hún hjá Ann Adams, fyrrum hörpuleikara Sinfóníuhljómsveitarinnar og Óperunnar í San Fransisco. Katie lauk bachelor- og mastersgráðum ásamt einleikaraprófi frá hinum virta Eastman School of Music undir leiðsögn hinnar þekktu Kathleen Bride.

Árið 2005 var Katie ráðin sem hörpuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Auk hljómsveitarstarfsins er Katie meðlimur í einstöku hörpu- og slagverksdúói, Duo Harpverk sem hún og Frank Aarnink slagverksleikari stofnuðu saman. Fjölbreyttur tónlistarferill Katie nær út fyrir tónleikasalinn. Hún hefur tekið upp hljómlist fyrir stórar Netflix og Disney-myndir og átt samstarf við marga nafntogaða íslenska listamenn, s.s. Daníel Bjarnason, Önnu Þorvaldsdóttur, Gabríel Ólafs og Björk. Framlag hennar jafnt til samtíðatónlistar og klassískrar gera hana að eftirsóttum flytjanda bæði á hefðbundnum og óhefðbundnum vettvangi.

Styrktar- og samstarfsaðilar