Keith Reed
Söngvari
Keith Reed flutti til Íslands árið 1989 eftir að hafa lokið meistaranámi í tónlist frá Indiana University. Þar söng hann sum aðalbarítónhlutverkin hjá Íslensku óperunni og kenndi söng við marga virtustu tónlistarskóla landsins. Seinna flutti Keith Reed til Þýskalands þar sem hann komst á fastan samning í óperuhúsinu í Detmold. Þar söng hann m.a. þorparana fjóra í Ævintýrum Hoffmans; Scarpia í Tosku, Hollendinginn í Hollendingnum fljúgandi, Rigoletto og Jagó í Oþelló.
Keith Reed flutti aftur til Íslands árið 1996 og hlaut verðlaunin „Rödd ársins“ hjá Ríkisútvarpinu árið 1997 og kom í kjölfarið fram á ýmsum tónleikum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Hann stofnaði jafnframt Óperustúdíó Austurlands og bauð upp á óperunámskeið á Egilsstöðum á sumrin.
Keith kennir söng og stjórnar ýmsum karla- og kvennakórum á höfuðborgarsvæðinu. Hann býr í Garði og starfar sem kirkjuorganisti og kórstjóri í Suðurnesjabæ. Árið 2018 söng Keith Reed aðalhlutverkið í Þrymskviðu eftir Jón Ásgeirsson og síðasta vetur söng hann bassasólóin í Verdi Requiem með Norðurópi.