Kjartan Guðnason
slagverksleikari

Kjartan hóf tónlistarnám 12 ára gamall í Tónlistarskóla Seltjarnarness. Þaðan lá leiðin í Tónlistarskóla F.Í.H. Að loknu námi á Íslandi stundaði Kjartan framhaldsnám í slagverksleik við Conservatorium van Amsterdam í Hollandi. Hann lék með Sinfóníuhljómsveit Æskunnar undir stjórn Paul Zukofsky 1986 til 1994 og var leiðari páku- og slagverksdeildarinnar í Orkester Norden árin 1994 og 1995. Síðastliðin 35 ár hefur Kjartan leikið reglulega með Sinfóníuhljómsveit Íslands, hljómsveit Íslensku óperunnar, Caput og í fjölmörgum leiksýningum Borgarleikhússins og Þjóðleikhússins. Hann hefur komið víða fram erlendis með Concertgebouw hljómsveitinni í Amsterdam, Bach Collegium Japan og Orchestra of the Eighteenth Century. Kjartan kennir við Skólahljómsveit Kópavogs.