Kjartan Valdemarsson

Píanó

Kjartan Vald-8

Kjartan Valdemarsson nam píanóleik við Tónlistarskóla Mosfellsbæjar áður en hann hélt til Bandaríkjanna, en hann stundaði nám við Berklee College of Music 1985-1989. Auk þess að leika jazztónlist með öllum sem nöfnum tjáir að nefna í íslensku jazzlífi hefur Kjartan spilað mikið af popptónlist, m.a. með Todmobile og Mannakorn Hann hefur starfað í leikhúsum og unnið mikið í hljóðverum, bæði sem hljómborðsleikari og upptökustjóri. Kjartan hefur gert mikið af útsetningum, m.a. fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og Stórsveit Reykjavíkur. Þá lék Kjartan um tíma með einni af fremstu stórsveitum Svíþjóðar; Norbotten Big Band.

 Kjartan er meðleikari og kennari við Lhí og Mít. Kjartan hefur fengið tónlistarverðlaunin fyrir tónverk ársins og sem flytjandi ársins í djass flokki og verið tilnefndur til tónlistaverðlauna Norðurlandaráðs.

Styrktar- og samstarfsaðilar