Kristín Einarsdóttir Mäntylä

mezzósópran

Kristín E M

Kristín Einarsdóttir Mantyla ólst upp í kórastarfi Langholtskirkju og söng þar með öllum kórum kirkjunnar. Með Graduale Nobili kórnum söng hún á Biophilia plötu Bjarkar Guðmundsdóttur og fylgdi því tveggja ára tónleikaferðalag um heiminn.

Hún útskrifaðist með Burtfararpróf úr Söngskóla Reykjavíkur hjá Hörpu Harðardóttur og hóf í kjölfarið söngnám við Tónlistarháskólann í Leipzig. Kristín lauk meistaraprófi hjá Prof. Brigitte Wohlfarth með hæstu einkunn árið 2021 og útskrifaðist í febrúar 2024 með Meisterklassegráðu við Tónlistarháskólann. Samhliða náminu starfaði hún sem aðstoðarkennari Prof. Brigitte Wohlfarth frá 2022-2024 auk þess að koma reglulega fram í óperuhúsum og tónleikasviðum í Þýskalandi.

Á óperusviði hefur hún komið fram sem einsöngvari í óperuhúsunum í Leipzig, Gera, Altenburg, Brandenburg, Dessau, Nordhausen, íslensku óperunni auk þess að syngja í uppsetningum „Szene 12“ í Dresden og Schlossfestspiele Ettlingen.

Hún hefur verið einsöngvari á tónleikum í Berliner Konzerthaus, óperunni í Leipzig, Bach Fest Leipzig, Rheinsberg Schlosstheater, íslensku óperunni og Hörpu tónlistarhúsi. Þá hefur hún einnig farið með mörg aðalhlutverk í nemendaóperum í Tónlistarháskólanum í Leipzig, auk þess að syngja með Vokalwerk des Opernfestspieles Heidenheim.

Kristín hlaut árið 2016 verðlaunin „Junge Stimmen Leipzig“ og hlaut styrk Richard Wagner félagsins í Leipzig og “Yehudi Menuhin” Live Music Now – Leipzig. Þá hlaut hún styrk Vilhjálms Vilhjálmssonar, Söngmenntastyrk Marinó Péturssonar og Tónlistarstyrk úr Ingjaldssjóði.

Næsta hlutverk Kristínar verður hið veigamikla hlutverk Marie í óperunni Wozzeck eftir Alban Berg sem frumsýnt verður við óperuhúsið í Würzburg í vetur.

Styrktar- og samstarfsaðilar