Leif Jone Ølberg

Söngvari

Leif-Jone-low-13-2

Leif Jone Ølberg er ungur, norskur baritón sem vakið hefur athygli fyrir sterka sviðsframkomu og gamanleik sem og fallega og styrka rödd. Á síðustu árum hefur hann komið reglulega fram hjá Konunglegu dönsku óperunni og Dönsku þjóðaróperunni. Þar hefur hann sungið hlutverk á borð við Fígaró í Rakaranum frá Sevilla; Onegin í Eugene Onegin; Papagenó í Töfraflautunni; Escamillo í Carmen; Marullo í Rigoletto, Schaunard í La Bohème og Bello í La Fanciulla del West.

Hann frumflutti auk þess hlutverk Tadeuszar í skandinavíska frumflutningnum á Die Passagierin, óperu um helförin eftir Weinberg. Í þeirri uppfærslu sýndi hann einnig fram á hæfni sína sem fiðluleikari en á sviðinu lék hann hina flóknu byrjun á Chaconne úr Partítu númer 2 eftir J.S. Bach sem Weinberg hafði skrifað inn í óperuna sem hluti af karakter Tadeuszar. Árið 2021 söng hann hluverk Reverent Jones í kenísku óperunni Nyanga - Runaway mother í Þjóðleikhúsinu í Kenía en Leif Jone kennir ungum óperusöngvurum í Kenía reglulega. Leif Jone er auk þess reynslumikill í flutningi á óratóríum og söngljóðum og fer reglulega í tónleikaferðalög þar sem faðir hans leikur með á píanó.

Styrktar- og samstarfsaðilar