Mairi Grewar

Píanisti

image0

Mairi Harris Grewar er skosk-amerískur píanóleikari og hljómsveitarstjóri búsett í Austurríki. Hún er eftirsóttur óperupíanisti og starfar um þessar mundir við Tiroler Landestheater í Innsbruck sem tónlistar- og raddþjálfari fyrir einsöngvara.  Þar áður var hún aðstoðarkórmeistari við Nationaltheater Mannheim. Nýlega tók hún þátt í flutningi NTM á Niflungahring Wagners á Daegu International Opera Festival í Kóreu. Sumarið 2022 vann Mairi sem tónlistarþjálfari fyrir breskan frumflutning á verki Mark Adamo, Little Women, í Opera Holland Park á Englandi undir stjórn hljómsveitarstjórans Sian Edwards. Á árunum 2020 til 2022 var Mairi tónlistarþjálfari einsöngvara og balletpíanisti við Landestheater Coburg. Í desember 2021 þreytti hún frumraun sína sem hljómsveitarstjóri með Hnotubrjót Tchaikovsky. Í júlí 2021 var Mairi tónlistarþjálfari og píanisti fyrir Georg Solti Academia í Castiglione della Pescaia þar sem hún undirbjó söngvara fyrir komandi hlutverk þeirra í óperuhúsum á borð við Metropolitan Opera og Royal Opera House.

Mairi var unglistamaður í National Opera Studio 2019/2020. Sem meðlimur NOS spilaði Mairi með hljómsveitum Welsh National Opera og Opera North. Í febrúar 2020 lék hún á ljóðatónleikum í English National Opera. Í Apríl 2019 var Mairi kórpíanisti fyrir Opera Holland Park í uppsetningum á Manon Lescaut eftir Puccini, Iolanta eftir Tchaikovsky, L‘arlesiana eftir Ciela og Un ballo in maschera eftir Verdi. Hún tekur reglulega þátt í samfélagsverkefninu Inspire á vegum Opera Holland Park sem flytur tónlist hjá góðagerðasamtökum og í félagsmiðstöðvum í London. Mairi var aðstoðarhljómsveitarstjóri við Berlin Opera Academy í uppfærslu þeirra á L'incoronazione di Poppea eftir Monteverdi. Vorið 2018 tók Mairi þátt í hinu virta Solti Accademia Répétiteur námskeiði í Feneyjum á Ítalíu þar sem hún vann með Pamelu Bullock, Johnathan Papp, James Vaughn, Anette Saunders og hljómsveitarstjóranum Richard Bonynge. Sumarið 2017 var Mairi á námsstyrk í Franz Schubert Institut í Baden, Austuríki. Á þessu sex vikna krefjandi námskeiði nam Mairi þýsk ljóð undir leiðsögn Roger Vignoles, Andreas Schmidt, Robert Holl, Elly Ameling, Birgid Steinberger, Wolfram Reiger, Julius Drake og Helmut Deutsch. Í ágúst 2016 tók Mairi þátt í Summer Lied-Studio í Stratford-Upon-Avon, undir stjórn Gary Matthewman ásamt Joan Rogers CBE og Cordula Kempe.

Mairi var tónlistarþjálfari í læri í Guildhall Opera Course frá 2017 til 2019. Í ágúst útskrifaðist Mairi með láði frá Guildhall Artist Masters Programm í píanómeðleik þar sem hún lærði hjá Lauru Roberts. Á meðan á námi hennar í Guildhall stóð lék Mairi á tónleikum og masterklössum vítt og breitt um London, þar á meðal í Barbican, Wigmore Hall, St John’s Smith Square og Milton Court Concert Hall. Hún hefur leikið í masterklössum fyrir Graham Johnson og Martin Katz og hefur unnið í ljóðasöngsverkefnum með Iain Burnside, Eugene Asti og Gordon Stewart. Í september 2016 flutti Mairi sönglög eftir Sibelius í Barbican Concert Hall sem var hluti af LSO Guildhall Artist Platforms.  Mairi var Associate Accompanist við tónlistardeild St Andrews háskólans og var óperupíanisti í uppsetningu Byre Opera á Iphigenie in Tauris árið 2015. Í júlí 2019 Mairi sneri hún þangað aftur sem tónlistarstjóri fyrir sýningar á Riders to the Sea og Dring's A Cupboard Love eftir Vaughn Williams. Mairi tók upp safn söng- og kammerverka eftir Messiaen fyrir hljómplötufyrirtæki St Andrews háskólans, Sanctiandree.

Mairi útskrifaðist með bakkalársgráðu í píanóleik frá Central Washington University þar sem hún lærði undir handleiðslu Dr. John Pickett og Dr. Gayla Blaisedell í söngdeildinni.  Hún hlaut styrki frá Amar Foster Jenkins Trust, Scottish International Education Trust, The Cross Trust og Dewar Arts Awards.

Styrktar- og samstarfsaðilar