Einar Stefánsson
Söngvari

Einar Stefánsson bass-baríton útskrifaðist með meistaragráðu frá Óperuháskólanum í Osló sumarið 2025, en nam áður við Listaháskóla Íslands og Royal Northern College of Music í Manchester. Einar hefur tekið þátt í Young Artist Programme á hátíðunum Opera Holland Park og Buxton International Festival í Bretlandi, sem og hjá Bergen Nasjonale Opera í Noregi. Einar hefur komið fram í fjölda óperuuppfærslna undanfarin ár, og má þar nefna hlutverkin Jan í Breaking the waves eftir Missy Mazzoli, Gremin í Évgení Onegin, Papageno í Die Zauberflöte, Fiorello í Il barbiere di Sivigla, Lettmatros í frumflutningi á óperunni Kommandanten, titilhlutverkið í Don Pasquale, Frank í Die Fledermaus, titilhlutverkið í Il maestro di cappella eftir Cimarosa, hlutverkin Rudi/Nazi Officer/Kapo í frumflutningnum á The Path to Heaven, hlutverkin The Judge í The Orphans of Koombu og Blackmailer í óperunni Georgianna og Brühlmann í Werther. Einar hefur einnig tekið þátt í ýmsum meistaranámskeiðum, meðal annars hjá Anne Sofie von Otter, Dame Kiri Te Kanawa, Kristni Sigmundssyni, Dísellu Lárusdóttur, Hönnu Dóru Sturludóttur, Kolbeini Ketilssyni, Julius Drake, Toby Spence, Audun Iversen og Christopher Purves. Árið 2024 hlaut Einar 2. verðlaun í aðalflokki söngkeppninnar Vox Domini í Salnum í Kópavogi. Einar hefur mikinn áhuga á nútímaóperum og hefur tekið þátt í fjölda nýstárlegra og tilraunakenndra uppsetninga.