Enrico Busia

Söngvari

Screenshot 2025-09-22 at 15.53.05

Enrico Busia lærði klassískan söng við listaháskólann í Leipzig og lauk meistaranámi í upprunaflutningi og söng frá Hochschule für Künste Bremen. Milli 2022 og 2023 menntaði hann sig frekar í framhaldsnáminu Advanced Vocal Ensemble Studies í Schola Cantorum í Basel. Enrico hefur sungið ýmis hlutverk í barokksviðsverkum, eins og t.d. Orfeo, Pastore og Apollo í L´Orfeo, Eumete í Il ritorno d’Ulisse in patria og Testo í Il combattimento di Tancredi e Clorinda og einsöng í ýmsum kantötum og óratóríum. Hann hefur auk þess sungið í hópum á borð við Ensemble 1684 í Leipzig, Eclats de France í Vín og Cappella S. Ansgarii í Bremen.