Morten Grove Frandsen
Söngvari

Morten Grove Frandsen er einn fremsti kontratenór Danmerkur og kemur reglulega fram í Konunglegu óperunni í Kaupmannahöfn. Þar hefur hann sungið í m.a. The Exterminating Angel (Thomas Adès), Snjódrottningunni (Hans Abrahamsen, frumflutningi), Nothing (David Bruce), Mitridate (Mozart), Manualen (Louise Alenius, frumflutningi) og Píslarsögunni (John Frandsen, frumflutningi).
Á næstunni mun hann syngja hlutverk Davíðs í Saul eftir Händel með Concerto Copenhagen undir stjórn Lars Ulrik Mortensen hjá Konunglegu óperunni. Hann hefur tekið þátt í 22 frumflutningum, þar á meðal Den Sidste Olie(Niels Rønsholdt, 2022), Silent Zone (Louise Alenius, 2027) og Incognito Royal (Fundal, 2021).
Frandsen hefur jafnframt starfað með m.a. Óperunni í Þrándheimi, Skosku óperunni, Óperunum á Fjóni og í Árósum, Klang Festival, Ríga barokk-hátíðinni og leikhúsunum République og Black/White í Kaupmannahöfn.
Hann hlaut tilnefningu til hinna virtu Reumert-verðlauna fyrir túlkun sína í óperunni LOL – Laughing Out Lonely (SPOR-hátíð, Árósum 2023), sem hefur verið sýnd víða um Danmörku. Sýningin á Óperudögum í Reykjavík í október 2025 markar upphaf alþjóðlegrar tónleikaferðar sem mun leiða teymið alla leið til Norður-Ameríku og um Skandinavíu.