Sergio Coto Blanco

Gítar-, lútu- og teorbuleikari

Untitled design-4

Sergio Coto Blanco lauk gítarnámi við Hochschule für Musik Hanns Eisler í Berlín. Í kjölfarið nam hann lútu- og teorbuleik við listaháskólann Hochschule für Künste Bremen. Sergio hefur starfað sem lútuleikari víða í Evrópu og komið fram á hátíðum eins og Händel Festspiele Halle, Internationales Bachfest Schaffhausen, Heidelberger Frühling og Bachwoche Stuttgart. Auk þess hefur hann kennt kontrapunkt við Universidad Nacional de Costa Rica (UNA.) Tónlistarsérsvið hans nær frá endurreisnarlútunni til rómantíska gítarsins.