Polina Fradkina

Píanisti og fyrirlesari

polina fradkina

Polina Fradkina starfar sem píanisti og fyrirlesari. Hún kemur víða fram á tónleikum og með tónlistarhópum og hefur tekið upp og gefið út 5 sólóplötur og nokkrar plötur í samstarfi við aðra tónlistarmenn. Meðal tónleikastaða sem hún hefur troðið upp á, má nefna Fílharmóníuna í St. Pétursborg, Mariinsky-leikhúsið, Hermitage-safnið, listasöfn og jazzklúbba. Árið 2021 hélt hún fyrirlestur á vegum TEDx-Talks. Auk áhuga hennar á klassískri tónlist innan akademíunnar, vinnur Polina oft með þvermenningarleg verkefni sem tengjast atvinnu hennar. Meðal verkefna má nefna.

  • Melancholy - verkefni þar sem klassísk tónlist og hljóðhönnun mætast
  • kennslufræðilega verkefnið Metamusic þar sem sambandið milli tónlistar og lífeðlisfræði eru könnuð
  • dúettinn In-Temporalis sem Polina er í ásamt kúbverska slagverskleikaranum Yoel Gonzalez. Markmið þeirra er að sameina klassískar tónlistarhefðir og afró-kúbverkar menningarhefðir.

Árið 2022 yfirgaf Polina Rússland ásamt eiginmanni sínum vegna andstöðu þeirra við stefnu stjórnvalda. Síðan þá hefur hún haldið fjölda tónleika í samstarfi við danska og sænska tónlistarmenn, þar á meðal Gitta-Maria Sjöberg, Signe Asmussen, Katrine Gislinge, Hanne Tofte Jespersen, Tobias Van der Pals, Christine Pryn og Pål Eide.

Um þessar mundir heldur Polina einnig konsertfyrirlestra í Danmörku og erlendis á rússnesku og ensku. Hún á í samtali við áheyrendur og ræðir tónlist í samhengi við félagsfræðii, sögu og lífeðlisfræði um leið og hún leikur tónverk af mismunandi stílum.

Styrktar- og samstarfsaðilar