Ragnheiður Erla Björnsdóttir
Tónskáld, ljóðskáld, raddlistakona

Ragnheiður Erla Björnsdóttir er tónskáld, ljóðskáld og raddlistakona búsett í Vínarborg þar sem hún stundar doktorsnám í listrænum rannsóknum. Hún lauk meistaraprófi í ritlist frá Háskóla Íslands vorið 2018 og bakkalárprófi í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands árið 2016. Ragnheiður er meðlimur í listhópnum Hlökk, hljóð- og myndbandskollektívinu SÚL_VAD og austurríska listarýminu Die Labile Botschaft.
Hún stundar þverfaglegar rannsóknir á röddinni frá sjónarhorni líkamningu (e. embodiment) og vistfræðilegrar tónlistar. Verk Ragnheiðar hafa verið flutt alþjóðlega í margvíslegum birtingamyndum, allt frá hljóðinnsetningum í skógi til leikrænna raddverka. Hún notast gjarnan við aðferðarfræði afbyggingar (e. deconstruction) í leit að nýjum merkingum, sögum og tengingu við ókunnug svæði.