Snæfríður Sól Gunnarsdóttir

leikstjóri

Snæfriður Sol

Snæfríður Sól er leikstjóri og listakona. List hennar samanstendur hvað helst af textum, innsetningum, hljóðverkum, myndböndum og performönsum, en best finnst henni að blanda sem flestum formum saman. Hún útskrifaðist vorið 2019 af Sviðshöfundabraut frá Listaháskóla Íslands og er um þessar mundir að leggja lokahönd á mastersnám í leikstjórn (Master of Directing of Devised and Object Theater) í DAMU, leikhús akademíunni í Prag, en hún er líka menntuð í dansi og myndlist. Upp á síðkastið hefur hún einna helst lagt áherslu á sýningar í óhefðbundnum sýningarrýmum og tónlistarmyndbönd, en myndband hennar við lagið Problems eftir hljómsveitina Flesh Machine vann í flokki tónlistarverðlauna á Stockfish Film Festival og var tilnefnt í flokki alþjóðlegra tónlistarmyndbanda á MUVID Awards í Perú. Nú síðast leikstýrði hún nýju íslensku óperu verki, SKJÓTA, eftir Sigrúnu Gyðu Sveinsdóttur sem sýnt var í Ásmundarsal í júní ’24.

Styrktar- og samstarfsaðilar